Átökin í Tsjetsjeníu

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:21:02 (305)

1999-10-11 15:21:02# 125. lþ. 6.1 fundur 44#B átökin í Tsjetsjeníu# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:21]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil mótmæla þeim ummælum hv. þm. Ögmundar Jónassonar sem ég skil nú ekki hvað gengur til þegar hann segir að ég styðji yfirgangsöflin í Rússlandi eins og hann orðaði það svo smekklega. Ég sagðist hafa miklar áhyggjur af málinu.

Ég hef lýst þeim skoðunum mínum að takmörk séu fyrir því hvað yfirvöld í sjálfstæðu ríki geti gert gagnvart borgurum sínum. Ég var þeirrar skoðunar í sambandi við Kosovo að alþjóðasamfélagið ætti að grípa þar inn í til að koma fólki þar til hjálpar. En það eru alvarleg skref að stíga að blanda sér inn í mál með þeim hætti. Menn gera það ekki umhugsunarlaust. Ég lagði á það áherslu að deilur sem þessar yrðu leystar friðsamlega. Ég endurtek það og vona að hv. þm. sé mér sammála um það. Ég biðst undan að hann tali á þann hátt sem hann gerði sem var algjörlega ástæðulaust.