Átökin í Tsjetsjeníu

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:22:27 (306)

1999-10-11 15:22:27# 125. lþ. 6.1 fundur 44#B átökin í Tsjetsjeníu# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:22]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Því miður er ekki ástæðulaust að tala á þann veg. Íslenska ríkisstjórnin studdi hernað NATO á Balkanskaga einfaldlega vegna þess að NATO var þar í árásarhlutverkinu. Því miður hefur íslenska ríkisstjórnin gagnrýnislaust fylgt því sem ákveðið er þar á bæ.

Ef hæstv. utanrrh. og íslenska ríkisstjórnin hefur áhyggjur af málinu er lágmarkskrafa að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði kallaður á fund stjórnarinnar og mótmælum komið á framfæri við hann.