Átökin í Tsjetsjeníu

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:23:12 (307)

1999-10-11 15:23:12# 125. lþ. 6.1 fundur 44#B átökin í Tsjetsjeníu# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:23]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hv. þm. snýr málum við eftir því sem honum hentar hverju sinni. Það sem gerðist í fyrrum Júgóslavíu var að alþjóðasamfélagið var að koma fólkinu í Kosovo til hjálpar. Hver var það sem réðst á fólkið í Kosovo? Voru það Atlantshafsbandalagsríkin? Voru það ekki yfirvöld í Belgrad undir forustu Milosevics? Þingmaðurinn virðist hafa allt aðra söguskýringu á málum. Það er því ekki gaman að eiga við þetta.

Ég skal ekkert fullyrða á þessari stundu hverju fram vindur í Tsjetsjeníu. Það er eindregin ósk alþjóðasamfélagsins, þar á meðal Íslands, að þessi mál verði leyst friðsamlega. Það held ég að öllum megi vera ljóst nema þá ef til vill hv. þm.