Menningarhús á landsbyggðinni

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:30:06 (311)

1999-10-11 15:30:06# 125. lþ. 6.1 fundur 45#B menningarhús á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:30]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Þegar menn rifja upp þær umræður sem fóru fram um þetta á liðnum vetri þá er það of mikil einföldun hjá hv. ræðumanni að tala um menningarhúsin sem skilyrði fyrir stuðningi ríkisvaldsins við menningarstarfsemi á landsbyggðinni. Í umræðunum kom einmitt fram að æskilegt væri að líta til annarra hluta en húsbygginga þegar menn ræddu um stuðning ríkisvaldsins við menningarstörf á landsbyggðinni. Það eru þau viðbrögð sem urðu þess valdandi að ég ákvað að hægja á vinnunni og skoða betur allar þær hugmyndir sem fram komu.

Ég tel eðlilegt að það komi til kasta Alþingis við endurskoðun á lögunum um félagsheimili og öðrum slíkum lagaákvæðum og taka síðan ákvarðanir um framhald málsins.