Menningarhús á landsbyggðinni

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:32:14 (313)

1999-10-11 15:32:14# 125. lþ. 6.1 fundur 45#B menningarhús á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:32]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Niðurstaða er ekki komin í málið og það var heldur aldrei stefnt að því að hún kæmi á þann veg að skipuð yrði nefnd og málið yrði látið vera í nefnd.

Það sem hins vegar gerðist þegar hugmyndin kom fram þá komu fram svo mörg og margvísleg ólík sjónarmið að nauðsynlegt var að gefa sér tíma til að vinna úr þeim. Það hefur verið gert og verið er að vinna úr þessum hugmyndum. Það mun koma fram fyrir Alþingi þegar tillögurnar hafa verið mótaðar og menn hafa tekið afstöðu til þeirra hugmynda sem nú eru að gerjast í hinum ýmsu byggðarlögum landsins, þá verður þetta kynnt. Engin loforð hafa verið svikin, hugmyndin var kynnt, henni var tekið misjafnlega og unnið er að henni á þeim forsendum sem lagt var upp með í janúar sl.