Fræðslunet

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 15:33:15 (314)

1999-10-11 15:33:15# 125. lþ. 6.1 fundur 46#B fræðslunet# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[15:33]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég beini fyrirspurn til hæstv. menntmrh. Ástæða fyrirspurnarinnar var sameiginlegur fundur þingmanna Suðurlands með stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í síðustu viku þar sem ýmis brennandi mál er snertu Suðurland og reyndar landsbyggðina í heild voru rædd.

Ég spyr hæstv. menntmrh.:

1. Hverjar eru skoðanir og framtíðarsýn hæstv. menntmrh. til fræðslunets sem stofnað hefur verið og starfrækt víða um land, t.d. til Fræðslumiðstöðvar Suðurlands við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og til Fræðslunets Austurlands, sem stofnað hefur verið við Menntaskólann á Egilsstöðum og víðar?

2. Hvernig sér hæstv. menntmrh. slíkar stofnanir eða deildir tengjast öðrum háskólum í landinu, svo sem Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Samvinnuháskólanum á Bifröst, Búnaðarháskólanum á Hvanneyri eða Viðskiptaháskólanum í Reykjavík?

3. Þykir hæstv. menntmrh. ástæða til að efla fræðslunetin og skapa þeim tekjustofna og rekstraröryggi til frambúðar?