Ættleiðingar

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 14:25:53 (383)

1999-10-12 14:25:53# 125. lþ. 7.9 fundur 68. mál: #A ættleiðingar# (heildarlög) frv. 130/1999, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[14:25]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda hv. þm. á að svona var þetta gert í Danmörku, nákvæmlega eins og ég lýsti hér í máli mínu. Frv. sem breytti dönsku lögunum um staðfesta samvist var að vísu stjfrv. en við meðferð málsins á danska þinginu kom fram brtt. frá stjórnarandstöðunni um að einstaklingi í staðfestri samvist skyldi heimilt að ættleiða barn hins, þ.e. stjúpættleiðing. Frv. var samþykkt með þeirri breytingu. En þar var lögunum um staðfesta samvist breytt, ekki lögunum um ættleiðingar.