Réttindi sjúklinga

Þriðjudaginn 12. október 1999, kl. 16:57:54 (425)

1999-10-12 16:57:54# 125. lþ. 7.12 fundur 9. mál: #A réttindi sjúklinga# (vísindasiðanefnd) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 125. lþ.

[16:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram að þetta kemur gagnagrunnsmálinu ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þetta er algerlega óskylt og umræða um gagnagrunnsmálið hefur ekki farið fram í vísindasiðanefnd í meira en ár. Ég endurtek að það kemur málinu ekkert við. Ég fór yfir það áðan hvers vegna þurfti breyta reglugerðinni.

Ég tel gott að fá málið í umræðu. Ég held að það sé gott að yfir það verði farið í nefnd. Það rétta mun koma í ljós og það er einmitt það sem þarf. Það þarf að hreinsa málið. Það hefur aftur og aftur komið fram að menn hafa miklar ranghugmyndir um málið og ég tel að það muni skýrast í meðferð málsins í nefnd.