Tilkynning um dagskrá

Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 13:30:25 (449)

1999-10-13 13:30:25# 125. lþ. 8.92 fundur 62#B tilkynning um dagskrá#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 125. lþ.

[13:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Klukkan þrjú í dag fer fram utandagskrárumræða um viðnám gegn byggðaröskun. Málshefjandi er hv. þm. Kristján L. Möller en hæstv. forsrh. Davíð Oddsson verður til andsvara.

Um kl. hálffjögur fer svo fram önnur umræða utan dagskrár um meðferð á máli kúrdísks flóttamanns. Málshefjandi er hv. þm. Lúðvík Bergvinsson en hæstv. dómsmrh. Sólveig Pétursdóttir verður til andsvara.