Framboð á leiguhúsnæði

Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 14:07:29 (465)

1999-10-13 14:07:29# 125. lþ. 8.4 fundur 30. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# fsp. (til munnl.) frá félmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Þegar almennar húsaleigubætur voru teknar upp benti ég á það sérstaklega að reynslan erlendis er sú að eftirspurn eftir leiguhúsnæði eykst og leigan hækkar. Þetta er þekkt og þetta hefur gerst. Og svo eru menn hissa á því að það gerist.

Það vill svo til að það er ekkert voðalega eftirsóknarvert að eiga íbúð og leigja hana. Hv. þm. ætti að kanna af hverju það er og snúa sér til Húseigendafélagsins og spyrja hvaða reynslu húseigendur hafa af því að leigja út húsnæði. Það er ekkert eftirsóknarvert og það gerir eiginlega enginn að fjárfesta í húsnæði nema helst Reykjavíkurborg sem hefur stofnað Félagsíbúðir hf.

Það er annað sem kemur líka inn í þetta. Þeir sem eru að kaupa íbúðir til að leigja þær út eru í hörkusamkeppni við opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg sem hefur komið sér upp íbúðarhúsnæði með 1% vöxtum.