Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998

Fimmtudaginn 14. október 1999, kl. 12:52:23 (550)

1999-10-14 12:52:23# 125. lþ. 9.4 fundur 67#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1998# (munnl. skýrsla), ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 125. lþ.

[12:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forseta Alþingis fyrir viðbrögð hans og sérstaklega er hann reifaði hugmyndir sem fram komu frá hv. þm. Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, Kolbrúnu Halldórsdóttur, um grænar skýrslur. Hann vakti athygli á nýmæli í samgrn. í þessu efni en ég legg áherslu á að hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir var í reynd að leggja til að með fjárlagafrv. kæmi á hverju ári eins konar græn bók þar sem þessi mál væru yfirfarin og reifuð.

Eins saknaði ég í máli hæstv. forseta Alþingis. Það eru viðbrögð við spurningum sem ég setti fram um afstöðu hans til þess að ríkisendurskoðandi tæki þátt í vinnunefndum á vegum framkvæmdarvaldsins og þá sérstaklega nefndum sem eru umdeildar eins og varðandi söluna á Landssímanum og ekki síður vinnunefnd sem vinnur nú að undirbúningi á samningi við Íslenska erfðagreiningu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði.