Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. október 1999, kl. 16:42:43 (626)

1999-10-18 16:42:43# 125. lþ. 11.5 fundur 5. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (persónuafsláttur maka) frv. 102/1999, KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 125. lþ.

[16:42]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Forgangur mála kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Bæði þessi mál eru talin þar upp undir verkefnum sem stjórnarflokkarnir ætla að hrinda í framkvæmd á kjörtímabilinu og annað þeirra er nú þegar komið fram í formi stjfrv. (Gripið fram í.) og hitt mun koma síðar eins og kemur fram í stjórnarsáttmálanum. Engin ástæða er til að ætla annað, hv. þm.

En ég vek athygli á því að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir fer í nákvæmlega sama farveg og aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hér hafa talað, að koma sér undan því að svara því hver er afstaða þingmannsins til málsins sem er verið að ræða. Ætlar hún að greiða atkvæði með því eða á móti því?