Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Þriðjudaginn 19. október 1999, kl. 15:46:39 (669)

1999-10-19 15:46:39# 125. lþ. 12.8 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 125. lþ.

[15:46]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að fagna því sem hæstv. fjmrh. sagði, að umhverfisskattar kæmu vissulega til greina. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji rétt að fram fari heildarendurskoðun á álagningu á bifreiðaeigendur þannig að við endurskilgreinum markmiðin í þeirri skattlagningu og tækjum hugsanlega upp umhverfisskatta í stað þeirra sem nú eru.

Mér þætti mjög vænt um ef ráðherrann gæti nokkuð skýrt nánar það sem hann nefndi í máli sínu varðandi umhverfisskatta. Enn og aftur skal það undirstrikað að sá misskilningur sem menn eru sí og æ að klifa á í ræðustól er óskiljanlegur, að Samfylkingin hafi sett fram tillögur um hækkun á bifreiðagjöldum í kosningabaráttunni. Við höfum æ ofan í æ svarað því í 1. umr. þessa máls og ég hér aftur við 2. umr. Ég tel enga ástæðu til að endurtaka það.