Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Þriðjudaginn 19. október 1999, kl. 15:59:19 (678)

1999-10-19 15:59:19# 125. lþ. 12.8 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 125. lþ.

[15:59]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Nú fór hv. þm. algerlega í hring. Ég hélt að hún væri að hætt að víkka út velferðarkerfið og vildi lækka skatta. Ég hélt að hún væri komin í hóp okkar sem tölum um ofurskatta og að skattlagning sé komin út á ystu nöf. Vill þingmaðurinn minnka skatta eins og ég og mínir líkar eða vill hún auka velferðarkerfið? Hvort tveggja gengur ekki nema hún vilji auka skuldsetninguna og velta sköttunum yfir á börnin okkar. Hvað vill hv. þm., minni skatta eða meiri útgjöld?