Vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

Þriðjudaginn 19. október 1999, kl. 16:07:16 (682)

1999-10-19 16:07:16# 125. lþ. 12.8 fundur 3. mál: #A vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.# (gjöld af bensíni) frv. 86/1999, GunnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 125. lþ.

[16:07]

Gunnar Birgisson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar þessi ágætu skaðabótalög --- mér skilst að hv. þm. hafi verið í þeirri nefnd sem fjallaði um þau mál --- þá kom mér það alla vega sem borgara í þessu landi mjög einkennilega fyrir sjónir að menn vildu ekki kannast við að gerðar hefðu verið nokkrar breytingar á því máli, nema þá helst tryggingafélögin.

Varðandi hagnað olíufélaganna þá skulum við ekki fara að deila um það, en ég segi, sem betur fer hafa þau hagnast eins og öll önnur fyrirtæki í landinu og menn taka það sem hlutfall af veltu.

En það sem stendur eftir, því er ósvarað: Hvernig ætlar hv. þm. og flutningsmenn hennar að brtt. við frv. að ná í þær 250--300 millj. sem það kostar að lækka bensínverð enn frekar? Ég tel slíkan málflutning mjög óábyrgan hér á hinu háa Alþingi.