Breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 20. október 1999, kl. 13:51:42 (742)

1999-10-20 13:51:42# 125. lþ. 13.3 fundur 26. mál: #A breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 125. lþ.

[13:51]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Af hverju stendur ríkissjóður Íslands í útvarps- og sjónvarpsrekstri? Af hverju gefur hann ekki út dagblað eða sér um internetið?

Menn hafa rætt um hlutverk ríkisfjölmiðlanna, þ.e. öryggishlutverk, upplýsingahlutverk, fræðsluhlutverk og menningarhlutverk. Ég má ekki gleyma uppeldishlutverkinu. Útvarpið er að ala mig upp sem fullorðinn mann með því að kenna mér góða siði. (SJS: Það veitir nú ekki af.) Ég legg til að menn skilgreini þessi hlutverk og þessi verkefni, gefi útvarpið og sjónvarpið starfsmönnunum og síðan verði þessi verkefni boðin út sem starfsmennirnir munu væntanlega getað boðið best í. Ég skora á hæstv. menntmrh. að skilgreina hlutverkin og bjóða út verkefnin í stað þess að gæla við að búa til nýja stöð.