Miðstöð sjúkraflugs á Akureyri

Miðvikudaginn 20. október 1999, kl. 15:53:15 (793)

1999-10-20 15:53:15# 125. lþ. 13.9 fundur 92. mál: #A miðstöð sjúkraflugs á Akureyri# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 125. lþ.

[15:53]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér er mjög mikilvægt mál á ferðinni varðandi alla landsbyggðarmenn því að eins og staðan er í dag ríkir ófremdarástand varðandi sjúkraflutninga úti á landi. Sjúkraflugvélar voru t.d. staðsettar á Egilsstöðum en nú hefur það lagst af. Neyðarþjónusta verður að vera til staðar þannig að fólk finni öryggi varðandi heilbrigðisþjónustuna og geti þar af leiðandi og vilji búa úti á landi. Þetta er einn af þeim grunnþáttum sem verður að vera í lagi til þess að fólk vilji búa og vera úti á landi.