Afgreiðsla tillögu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 10:40:35 (803)

1999-10-21 10:40:35# 125. lþ. 15.91 fundur 90#B afgreiðsla tillögu um mat á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar# (aths. um störf þingsins), KPál
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[10:40]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Tillaga frá vinstri grænum um mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar í Fljótsdal er til umræðu og skoðunar í umhvn. Ég held að ekki sé hægt að segja annað en að það sé unnið með eðlilegum hraða. Ekkert sem bendir til annars en að menn afgreiði þessa tillögu eins og eðlilegt er með tillögur af þessu tagi. Nú er verið er að kanna lista yfir þá sem hugsanlega kæmu til fundar við nefndina á næstu vikum og hvernig yrði unnið úr þeim viðtölum í framhaldi af því.

Ég ítreka að ekkert bendir til þess af hálfu þingsins að verið sé að reyna að tefja neitt og ekki ástæða til að gefa það í skyn í þingsölum.