Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 11:08:57 (812)

1999-10-21 11:08:57# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, KLM (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[11:08]

Kristján L. Möller (um fundarstjórn):

Herra forseti. Vegna þess að ég er enn þá að læra hvernig málin gerast í þessu húsi og þessum ágæta sal, þá vildi ég bara athuga eitt því mér var kennt það á fundi á Hótel Sögu að hér væri hálfgerð skyldumæting. Þegar ég horfi yfir salinn núna, þá sé ég engan stjórnarþingmann, hann er farinn þessi eini sem var, jú, þarna er Pétur. Ég vissi að hv. þm. Pétur Blöndal mundi ekki hverfa.

En af því að það eru eiginlega vikulok og ég var búinn að panta mér flug norður í dag, þá vildi ég bara spyrja hæstv. forseta hvort þingstörfin yrðu svona í dag, þ.e. hvort hæstv. viðskrh. kemur eða ekki, og hvort ég gæti þá náð vél núna klukkan 11.15. Ég mundi mjög gjarnan vilja fá að nota það tækifæri og hitta mitt fólk fyrir norðan frekar en sitja hér. Ég á náttúrlega mjög gott samstarf með því fólki sem hér er mest inni, en ég vildi bara athuga hvort ég mætti panta mér flug.