Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 11:28:23 (820)

1999-10-21 11:28:23# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[11:28]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég las bara till. til þál. og hún hljóðar þannig:

,,Alþingi ályktar að fela viðskiptaráðherra að sjá um að allar stofnanir og fyrirtæki á fjármálamarkaðinum setji sér sérstakar siðareglur í viðskiptum.``

Eins og ég skil þetta, þá er þetta skipun ofan frá um að fyrirtækin skuli setja sér slík markmið hvort sem þau vilja eða ekki. Það er einmitt vandamálið. Maður sem setur svona siðferðismarkmið en vill það ekki, slíkt siðferðismarkmið er gersamlega tómt. Það er nákvæmlega eins og þú segir við lygarann: Nú skaltu segja satt. Hann getur svo sem lofað að segja satt. En hann lýgur þegar hann segist ætla að segja satt.