Setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 12:01:37 (837)

1999-10-21 12:01:37# 125. lþ. 15.2 fundur 24. mál: #A setning siðareglna í viðskiptum á fjármálamarkaði# þál. 20/125, PHB (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[12:01]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson fer mikinn í ummælum um persónu mína. Hann segir að ég sé ekki læs --- eða spyr hvort ég sé læs. Hann segir: Hann var eitt stutt ár í bankaráði Íslandsbanka. Hann segir að ég sé með undarlega innkomu í umræðunum. Og hann segir: Það fór lítið fyrir afrekum.

Ég spyr, herra forseti, hef ég ekki málfrelsi hér á Alþingi? Eru ræður mínar undarleg innkoma í umræðuna? Ég tel svo ekki vera.