Samkeppnislög

Fimmtudaginn 21. október 1999, kl. 14:34:36 (858)

1999-10-21 14:34:36# 125. lþ. 15.3 fundur 90. mál: #A samkeppnislög# (bannregla, markaðsráðandi staða, frestir o.fl.) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 125. lþ.

[14:34]

Viðskiptaráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Í sjálfu sér er ekki mikið við þetta að bæta í þeirri andsvarahrinu sem núna gengur yfir. Mér sýnist tiltölulega góð sátt um þetta mál, a.m.k. málsmeðferðina sem slíka. Ég heyri það að hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir gerir ekki athugasemdir við það hvernig að þessu mun staðið. Aðalatriðið er að þegar þingi lýkur í vor þá verðum við vonandi með betri samkeppnislöggjöf en við búum við í dag, sem þó er nokkuð góð. En það má lengi gera betur í þeim efnum og við getum gert enn betur. Það finnst mér vera meginmálið.