Fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:07:10 (898)

1999-11-01 15:07:10# 125. lþ. 16.1 fundur 42#B fyrirspurnir til ráðherra skv. 7. mgr. 49. gr. þingskapa# (óundirbúin fsp.), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:07]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég sé ástæðu til að minna á að til þessa dagskrárliðar eru ætlaðar 30 mínútur, hálf klukkustund samkvæmt þingsköpum. Ef allir sem þátt taka í umræðunni, fyrirspyrjendur og ráðherrar, nota til fulls ræðutíma sinn, þ.e. tvær mínútur í fyrsta sinn og síðan eina mínútu í annað og þriðja sinn, komast einungis fjórir þingmenn að með fyrirspurnir. Forseta hafa þegar borist óskir frá fleiri en fjórum þingmönnum um fyrirspurnir. Það eru því tilmæli forseta að þingmenn og ráðherrar fari sparlega með tímann og tali að jafnaði ekki oftar en tvisvar um hverja fyrirspurn.