Byggðakvóti

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:09:56 (900)

1999-11-01 15:09:56# 125. lþ. 16.1 fundur 94#B byggðakvóti# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:09]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Þessi mál, úthlutun á 1.500 tonnum, hafa alfarið verið í höndum stjórnar Byggðastofnunar og ekki á nokkun hátt verið bornar undir forsrh. enda hvorki rétt né skylt í sjálfu sér. Byggðastofnun útbjó sér viðmiðunarreglur sem öllum voru kunnar til að fara eftir við þá úthlutum. Um þær reglur má auðvitað deila og hefur verið deilt en ég tel að það hafi verið skynsamleg og góð vinnubrögð að hafa slíkar viðmiðunarreglur fyrirliggjandi sem og áskilnaðinn um samstarfið við sveitarfélögin. Ég mun því ekki blanda mér í það hvernig Byggðastofnun stendur að málinu en stend við bakið á stjórninni í þeim verkum.