Byggðakvóti

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:12:42 (903)

1999-11-01 15:12:42# 125. lþ. 16.1 fundur 94#B byggðakvóti# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:12]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við erum kannski ekki fyrst og fremst að ræða um aðferðir Byggðastofnunar þó umdeildar hafi verið og umdeilanlegar heldur frekar það hvernig formaður stjórnar bregst við tillögum eins sveitarfélags, tillögum sem lúta að því að leysa þann vanda sem upp er komin þegar yfir 20 bátar vilja fá að veiða kvóta sem er upp á rúmlega 200 þorskígildislestir. Sveitarstjórnin fann það ráð helst að bjóða út veiðiheimildirnar. Því hendir formaður stjórnar Byggðastofnunar út af borðinu nánast án raka umsvifalaust.

Það eru þessi vinnubrögð, herra forseti, sem ég taldi ástæðu til þess að ræða, ekki hvað stjórn Byggðastofnunar væri búin að gera þó það væri líka ærið tilefni til umfjöllunar á Alþingi.