Umboð nefndar um einkavæðingu

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:18:33 (907)

1999-11-01 15:18:33# 125. lþ. 16.1 fundur 95#B umboð nefndar um einkavæðingu# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:18]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Það er Alþingi sem veitir söluheimildina. Enginn annar getur veitt söluheimildina. Söluheimildin er veitt ráðherrunum sem með málið fara hverju sinni og væntanlega einnig reyndar fjmrh., geri ég ráð fyrir, og þessum fagráðherrum alveg sérstaklega. Ríkisstjórnin hefur síðan þá vinnureglu að einkavæðingarnefnd ríkisstjórnarinnar, sem þessir fjórir ráðherrar skipa, fer yfir málið. En ábyrgðin liggur hjá ráðherrunum.

Mestu varðar að farið sé eftir þeim reglum sem kynntar eru fyrir fram og það er það sem gerist í þessu máli.