Tæknibúnaður lögreglunnar á landsbyggðinni

Mánudaginn 01. nóvember 1999, kl. 15:24:32 (912)

1999-11-01 15:24:32# 125. lþ. 16.1 fundur 96#B tæknibúnaður lögreglunnar á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 125. lþ.

[15:24]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir viðbrögð hennar og ég treysti því að hæstv. ráðherra kynni sér þessi mál afar vel. Hér er um mjög viðkvæm mál að ræða og ekki er ástæða til þess að nefna sérstakan stað í því sambandi og engin ástæða til þess að gera of mikið veður úr svona hlutum. Hins vegar hlýtur það að vera skylda okkar að sjá til þess, þar sem við erum búin að leggja ærinn kostnað í að mennta menn á þessum sviðum, að verja peningum til þess að þeir hafi þau tæki og tól sem á þarf að halda. Ég treysti því að hæstv. dómsmrh. beiti sér í málinu. Þegar talað er um miðstýrt lögreglulið þá er lögregluliðinu að sjálfsögðu stýrt héðan úr höfuðborginni. En við megum ekki gleyma þeim hlekkjum sem skipta miklu máli úti á landsbyggðinni. Enn og aftur þakka ég viðbrögðin og treysti því að hæstv. ráðherra kippi þessum málum í lag.