Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Þriðjudaginn 02. nóvember 1999, kl. 18:51:21 (1010)

1999-11-02 18:51:21# 125. lþ. 17.5 fundur 108#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 125. lþ.

[18:51]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlýt að harma að hæstv. utanrrh. skuli ekki sjá sér fært að taka mig sem utanrrh. í þá ríkisstjórn sem hann hyggst stofna á vinstri væng stjórnmálanna. (Utanrrh.: Ekki vil ég segja það.) Ég harma það ef afstaða mín til hernaðarbandalagsins NATO stendur í vegi fyrir því að hann geti notað mig til þeirra verka. (Gripið fram í: Hann ætlar ekkert úr NATO.) (Utanrrh.: Það er hægt að nota þig í Norðurlanda...) Það er þó huggun harmi gegn að hæstv. ráðherra lýsir því yfir að hann muni geta notað mig Norðurlandasamstarfið og ég kvaka og þakka.