Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 13:32:47 (1032)

1999-11-03 13:32:47# 125. lþ. 18.91 fundur 111#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), KolH
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[13:32]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég óska eftir að fá að taka til máls í tilefni af því að þremur þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs, Þuríði Backman, Árna Steinari Jóhannssyni og mér hefur borist svar frá iðnrh. við fyrirspurn um raforkusölu til álbræðslu á Reyðarfirði, dagsettri 1. nóvember og var svarinu dreift á fundinum í gær á þskj. 142. Það vill svo til að svar við 3. lið fyrirspurnarinnar er gallað að því leyti að einungis er svarað öðru atriðinu af tveimur sem spurt er um. Auðvitað geta þarna hafa orðið á mistök í prentun eða tæknilegar orsakir en af hvaða ástæðum sem þetta kann að stafa, þá óska ég eftir því við stjórn þingsins, virðulegi forseti, að það verði kannað og fullnægjandi svari skilað í framhaldinu.