Kostun þátta í Ríkisútvarpinu

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 13:43:47 (1038)

1999-11-03 13:43:47# 125. lþ. 18.1 fundur 104. mál: #A kostun þátta í Ríkisútvarpinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[13:43]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Látum nú svo vera að þjóðin borgi fyrir ríkisútvarp og dagskrárefni sem talist geti menningarlegt á íslenskan mælikvarða. En að hafa það yfir sér í rekstri slíkrar útvarpsstöðvar að hægt sé að gera athugasemdir í þinginu og endalausar fyrirspurnir í útvarpsráði um dagskrárliði sem eru á svipuðum nótum og hjá samkeppnisaðilum er náttúrlega óþolandi. Í sjálfu sér er ómögulegt að sitja undir slíku rekstrarfyrirkomulagi.

Þar er ekki hægt að fara nýjar leiðir öðruvísi en að spyrja þingið, spyrja útvarpsráð og með tíð og tíma er ekkert hægt að gera. Menn standa í sama fari og sjá Ríkisútvarpið á hraðri niðurleið í þeirri samkeppni sem ríkir milli ljósvakamiðla í dag. Þess vegna segi ég: Þetta er alveg dæmigert fyrir fyrirkomulagið sem hv. fyrirspyrjandi er að spyrja um, fyrir ríkisstofnun á niðurleið vegna afskiptasemi sem er algerlega óþolandi.