Forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 13:56:36 (1045)

1999-11-03 13:56:36# 125. lþ. 18.2 fundur 105. mál: #A forgangur kostaðra dagskrárliða Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÁGunn
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[13:56]

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég er hlynntur Ríkisútvarpinu sem þjóðarútvarpi en ég tel að við þurfum að komast út úr þeim pólitísku afskiptum sem pólitískt skipað útvarpsráð býður upp á.

Talandi um óréttlæti þá vil ég vekja athygli á því að það eru til heimili í landinu, þó að þau séu ekki mörg, sem þurfa að borga afnotagjaldið en eiga þess ekki kost að ná sendingum ríkissjónvarpsins. Það gerist þannig að fólk kaupir sér sjónvarpstæki, lætur taka upp fyrir sig eða leigir sér efni en þarf að borga afnotagjaldið af sjónvarpinu. Ég hvet til þess að menn hafi það í huga að þetta er óréttlæti og það þarf að leiðrétta.