Langtímaáætlun í jarðgangagerð

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 14:40:41 (1064)

1999-11-03 14:40:41# 125. lþ. 18.5 fundur 61. mál: #A langtímaáætlun í jarðgangagerð# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[14:40]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og fyrirspyrjanda fyrir spurninguna. Ljóst er að hér er um mjög mikilvægt verkefni að ræða. Áður fyrr litu menn fyrst og fremst á jarðgöng sem svo að þau væru til að rjúfa vetrareinangrun en í seinni tíð hefur mönnum þótt koma til álita að líta einnig til þeirra verkefna sem stytta vegalengdir og stækka atvinnusvæði. Það er afskaplega mikilvægt að horft sé til þeirra þátta líka þegar við höfum byggt vegakerfið eins vel upp og raun ber vitni þó mikið sé eftir á því sviði.

Einnig er mikilvægt fyrir samgn. að þessi áætlun liggi fyrir þegar farið verður í reglulega endurskoðun vegáætlunar. Eins og menn vita liggur það fyrir í vetur og verður auðvitað að horfa á uppbyggingu samgöngukerfisins í heild þannig að góður árangur náist.