Uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:02:29 (1075)

1999-11-03 15:02:29# 125. lþ. 18.6 fundur 72. mál: #A uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:02]

Árni Steinar Jóhannsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ísólfi Gylfa Pálmasyni fyrir að velta upp þessu þjóðþrifamáli. Aðeins stutt athugasemd. Það er von að fólk hafi áhyggjur af þessum málum einmitt núna þegar ríkisstjórnin er hraðbyri að einkavæða fyrirtæki og stofnanir landsins, samanber áform um að einkavæða t.d. Landssíma Íslands. Fólkið sem býr í strjálbýlinu er dauðhrætt um að það verði skilið eftir. Svo er ekki bara á Suðurlandi heldur í öllum landshlutum. Stórir ferðamannastaðir sem tugþúsundir manna heimsækja á sumrin ekki hafa GSM-þjónustu, svo sem eins og á Norðurl. e. Við verðum að halda umræðunni um þessi mál vakandi og sjá til þess að í einkavæðingarfasa verði ekki þannig búið um hnútana að strjálbýlustu svæði landsins, sem geta kannski ekki staðið á eðlilegan hátt undir kostnaði við fjarskipti, verði hreinlega skilin eftir. Þau hafa verið skilin eftir og menn bera ugg í brjósti um að þau verði skilin algjörlega eftir ef einkavæðingarfasinn verður látinn fram ganga.