Uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:03:55 (1076)

1999-11-03 15:03:55# 125. lþ. 18.6 fundur 72. mál: #A uppbygging fjarskipta á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá samgrh., SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:03]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Við erum að ræða samgöngumál og ekki minna mikilvæg en þau sem við höfum rætt fyrr í dag. Það er mjög mikilvægt sem kom fram í máli hæstv. samgrh. að verið sé að gera úttekt á stöðu samgöngumála. Vegna þess að þær samgöngur sem felast í greiðu símasambandi eða notkun á fjarskiptatækni eru hluti af samgöngum nútímans og framtíðarinnar. Þær eru svo mikilvægar vegna þess að þær geta rofið einangrun og opnað möguleika, ekki bara til atvinnusköpunar heldur líka til samskipta og þess að fólk um allt land getið notið menntunar og menningar heima hjá sér eftir þessum leiðum, í stað þess að ferðast um lengri veg. Herra forseti. Það sem er mikilvægast í þessu máli er að allir eigi aðgang að upplýsingahraðbrautinni, að hún verði ekki bara sumra, að upplýsingahraðbrautin verði okkar allra, allra landsmanna, eins og vegakerfið í landinu. Það er mál sem ég veit að við eigum eftir að taka upp undir annarri umræðu hér, en mikilvægið liggur þarna.