Lækkun húshitunarkostnaðar

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 15:53:20 (1095)

1999-11-03 15:53:20# 125. lþ. 18.9 fundur 78. mál: #A lækkun húshitunarkostnaðar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[15:53]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er hreyft mikilvægu máli og ég þakka hv. fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir þeirra innlegg. Þetta mál hefur verið ítrekað til meðferðar í fjárln. Það var tekið til við að þoka þessum niðurgreiðslum upp fyrir tveimur árum. Það var áður en nokkrar byggðatillögur voru samþykktar í þessu efni. Áður hafði þetta mál legið óhreyft um árabil. Ég get sagt það hér að við fjárlaganefndarmenn munum fara rækilega yfir þetta mál. Þetta er eitt af mikilvægari málum sem við höfum til meðferðar. Ég ætla engu að bæta við það sem hæstv. ráðherra sagði um það. Hann lýsti áformum ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og ekki mun standa á okkur í fjárln. að fjalla um þetta mikilvæga mál og fylgja eftir þeim ákvörðunum þingsins sem hér hafa verið teknar.