Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 16:06:59 (1102)

1999-11-03 16:06:59# 125. lþ. 18.10 fundur 49. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[16:06]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Hér er verið að vitna til byggðamálatillögunnar. Ég tel það góðra gjalda vert að halda stjórnvöldum við efnið. Hins vegar kann ég illa við þessi svikabrigsl á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins þegar hver stjórnarandstæðingurinn kemur upp á eftir öðrum og brigslar stjórnvöldum um svik í málum sem verið er að vinna að. Ég vildi koma þessari athugasemd að og hún á við fleiri en þessa fyrirspurn. Þetta gengur aftur í umræðum stjórnarandstæðinga trekk í trekk, mönnum er brigslað um svik í málum sem verið er að vinna á fyrstu mánuðum kjörtímabilsins.