Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 03. nóvember 1999, kl. 16:11:22 (1106)

1999-11-03 16:11:22# 125. lþ. 18.10 fundur 49. mál: #A verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ArnbS
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 125. lþ.

[16:11]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda og hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég tel afskaplega mikilvægt að árétta enn og aftur að hér er verið að vinna eftir ákveðinni stefnu. Nú þegar er hafin mikil vinna í ráðuneytum og stofnunum við að framkvæma byggðaáætlun forsrh. Það skiptir öllu máli. Hér er verið að vinna eftir ákveðinni stefnu.

Hins vegar held ég að ágætt sé að árétta það sem ég sagði áðan, af því að hæstv. fjmrh. var þá ekki í salnum, að ég held að það þurfi líka að gera mikið átak í hugarfarsbreytingu í stofnunum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu.