Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 11:24:20 (1115)

1999-11-04 11:24:20# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[11:24]

Jón Bjarnason (andsvar):

Virðulegi forseti. Hafi ég sagt: ,,eingöngu af þessu``, þá biðst ég afsökunar á því. Ég ætlaði að segja: ,,að hluta til`` eða ,,að einhverju leyti``. Þó vil ég þó benda á að tekjuskatturinn er líka þenslutengdur og þessir skattar, bæði fjármagnsskattur og aðrir eru þenslutengdir.

Ég tek undir það að fjárlög skuli afgreiðast með afgangi nema þá í einhverjum sérstökum tilvikum og ég fagna þeirri stefnu í sjálfu sér.