1999-11-04 13:32:30# 125. lþ. 20.1 fundur 116#B kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, til fjögurra ára, frá 1. janúar 2000 til 31. desember 2003#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Í 1. mgr. 1. gr. laga um umboðsmann Alþingis segir svo:

,,Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára. Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og má ekki vera alþingismaður.``

Kjörtímabil Gauks Jörundssonar, sem kosinn var umboðsmaður Alþingis 22. des. 1995, rennur út þann 31. des. nk. Þess má geta að hann hefur verið í leyfi frá starfi umboðsmanns og hefur Tryggvi Gunnarsson verið settur umboðsmaður Alþingis síðan 1. nóv. 1998.

Þessi kosning er skrifleg og óbundin en þeir einir eru kjörgengir sem uppfylla embættisskilyrði hæstaréttardómara.