Fjáraukalög 1999

Fimmtudaginn 04. nóvember 1999, kl. 14:06:37 (1132)

1999-11-04 14:06:37# 125. lþ. 20.6 fundur 117. mál: #A fjáraukalög 1999# frv. 129/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 125. lþ.

[14:06]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra segir að að sjálfsögðu verði þetta aðeins gert að því tilskildu --- og þá er hann að vísa til einkavæðingar og einkaframkvæmdar --- að kostnaðurinn verði minni og þjónustan betri. Við í Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði, okkar þingflokkur hefur lagt fram þáltill. þess efnis að menn setjist yfir þessi mál, hætti að karpa um þetta hér en setjist yfir þetta og skoði reynsluna af þessu fyrirkomulagi þannig að tekið verði málefnalega á þeim. Ef hæstv. ráðherra er alvara og ef hann óttast ekki sannleikann þá stuðlar hann að því að þáltill. okkar verði samþykkt.