Staðlar fyrir lögreglubifreiðir

Miðvikudaginn 10. nóvember 1999, kl. 13:53:10 (1209)

1999-11-10 13:53:10# 125. lþ. 21.3 fundur 127. mál: #A staðlar fyrir lögreglubifreiðir# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 125. lþ.

[13:53]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég tel að hér sé vakið máls á mjög brýnum þætti löggæslunnar. Ég vil vekja athygli á því sem hv. þm. Ögmundur Jónasson kom inn á, þ.e. að nú á að fara að miðstýra þessu með eign og rekstur lögreglubílanna. Allt á að vera undir ríkislögreglustjóra og hann á síðan að deila út til embættanna og það vekur kannski vissan ugg eða ótta varðandi búnað bílanna. Nú þarf öðruvísi búnað á bílum úti á landi. Verður þá leigan á þessum bílum mismunandi eftir útbúnaði? Er leigan kannski líka háð búnaði bílanna, t.d. á Vestfjörðum, Norðurlandi eða þar sem eru hörð veður, verri samgöngur, meira álag o.s.frv.? Eða hvernig verður þessu háttað?