Tannvernd barna og unglinga

Miðvikudaginn 10. nóvember 1999, kl. 14:07:01 (1215)

1999-11-10 14:07:01# 125. lþ. 21.4 fundur 130. mál: #A tannvernd barna og unglinga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir að koma með þessa fyrirspurn. Það er vissulega ástæða til að gæta þess að forvarnastarfið verði áfram gott. Menn tala um gott ástand en það er full ástæða til þess að staldra við. Það er staðreynd að margir foreldrar kveinka sér undan því að þeir hafi ekki efni á því að senda börnin sín til tannlæknis.

Mig langar til að minna á upplýsingar úr skriflegu svari sem ég fékk frá hæstv. ráðherra á þinginu 1995. Þar kom í ljós að frá því að kostnaðarhlutdeild foreldra í tannlækningum var aukin hefur tíunda hvert barn í Reykjavík ekki skilað sér til tannlæknis. Tíunda hvert barn í Reykjavík kom ekki til tannlæknis á því árabili sem spurt var um, samkvæmt svarinu, frá því að kostnaðarhlutdeild foreldra jókst í tannlækningum.

Tími til forvarna eins og flúorpenslunar hefur jafnframt verið styttur hjá tannlæknum þannig að það er full ástæða til þess að staldra við. Það verður dýrt fyrir þjóðina síðar meir ef við hugum ekki betur að forvörnum í tannheilsu barna og unglinga.