Frumvörp um fjarskiptamál og úrskurður forseta

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 10:53:13 (1251)

1999-11-11 10:53:13# 125. lþ. 23.95 fundur 135#B frumvörp um fjarskiptamál og úrskurður forseta# (um fundarstjórn), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[10:53]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Það er um fundarstjórn forseta og hvernig farið er með þetta mál sem ég kveð mér hljóðs. Ég vil mótmæla þessari málsmeðferð. Hér hafa fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna komið, fært fram rök í málinu og óskað eftir því að frv. sem nú er á dagskrá verði frestað. Það er vísað til grg. með frv. þar sem fram kemur að önnur frumvörp séu samhliða þeim lagabreytingum sem eru fyrirhugaðar. Við óskum eftir því að þær liggi fyrir þannig að við getum rætt þessi mál af viti. Þetta eru mjög óeðlileg vinnubrögð að mínum dómi.