Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 14:21:25 (1293)

1999-11-11 14:21:25# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[14:21]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. samgrh. sagði áðan að þar sem hann færi með eina hlutabréf ríkisins reyndi hann fyrst og fremst að gæta hagsmuna Landssímans. Með öðrum orðum, er hann þá kannski ráðherra Landssímans á þessum fjarskiptamarkaði?

Virðulegi forseti. Þetta kom fram í umræðum hér í morgun og er væntanlega skráð í Alþingistíðindi. Það verður auðvelt að fletta því upp. Það er því kannski ekki að undra að hæstv. samgrh. skuli lýsa því yfir að ekki sé unnt að sæta því að sá aðili sem hefur eftirlit með þessum hlutum samkvæmt lögum samþykktum á Alþingi skuli gefa út álit líkt og það sem áðan var vitnað til. Virðulegi forseti. Ég hef engu við þetta að bæta.