Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 14:26:48 (1295)

1999-11-11 14:26:48# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[14:26]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóhanni Ársælssyni fyrir þann óvænta heiður að bera fram spurningar sérstaklega til framsóknarmanna. Jafnframt kom fram í ræðu hv. þm. að hann hefði sannfrétt að skiptar skoðanir kynnu að vera um þetta mál meðal framsóknarmanna. Ólyginn sagði mér en berið þið mig ekki fyrir því, sagði þekkt bókmenntapersóna.

En hv. þm. til hugarhægðar vil ég segja að í umræðunni hér í dag gerði ég grein fyrir afstöðu minni og afstöðu Framsfl. Ég reyndi að rökstyðja það efnislega og bið því hv. þm. um að lesa það í þingræðum þegar þetta hefur verið slegið inn til að svara þeim spurningum sem hann bar fram.