Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 14:27:51 (1296)

1999-11-11 14:27:51# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[14:27]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð því miður að upplýsa það að ég missti af ræðu hv. þm. Mér finnst að hann hefði kannski getað endurtekið a.m.k. aðalatriði málsins, hvort Framsfl. hefur skrifað upp á að Landssíminn verði seldur og hvort grunnnetið eigi að fylgja. Hann hefur tækifæri til þess.