Fjarskipti

Fimmtudaginn 11. nóvember 1999, kl. 14:28:21 (1297)

1999-11-11 14:28:21# 125. lþ. 23.6 fundur 122. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 107/1999, HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 125. lþ.

[14:28]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil mótmæla þessu vinnulagi hv. þm. Ég tel að það sé alþingismönnum til vansa að koma um leið og þeir viðurkenna það að þeir hafi ekki verið viðstaddir umræður, og ætlast til þess að þingið endurtaki ræðuna vegna þess að alþingismaðurinn hv. átti þess ekki kost að sitja hana. Það er þinginu til vansa að starfa þannig. Ég ítreka það sem ég sagði í fyrra andsvari til hv. þm. að ræður munu slegnar inn og þingmaðurinn getur lesið efnislega umræðu í þingtíðindum og þingskjölum.