Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 11:46:10 (1344)

1999-11-12 11:46:10# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[11:46]

Mörður Árnason (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var enginn að tala um að ráðherrarnir kæmu ekki málinu á neinn hátt. Ég þakka hv. þm. fyrir þá skoðun að hann telur að flutningur stofnana ríkisins, aðsetur þeirra og heimilisfesti sé stjórnsýsluákvörðun sem ráðherra getur tekið. Hann verður að hafa þá skoðun. Ég hef aðra. Hv. þm. með sitt skoðanafrelsi verður líka að sæta því að Hæstiréttur er sammála mér um þetta atriði, þ.e. að þessir flutningar, aðsetur ríkisstofnana, sé pólitísk ákvörðun eins og Guðmundur Bjarnason fyrrverandi stjórnarsamlagsmaður hv. þm. sagði einnig.