Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 11:52:02 (1349)

1999-11-12 11:52:02# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[11:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Við höfum verið að fjalla um tilteknar stofnanir. Við höfum verið að tala t.d. um Landmælingar Íslands sem var rifin upp með rótum og flutt til og fólk vildi fá um það lýðræðislega umræðu.

Síðan erum við að ræða hvernig hægt er að flytja einstök verkefni. Við erum ekki að tala um að slíta stofnanir upp með rótum heldur að flytja einstök verkefni til í landinu til að koma til móts við þau sjónarmið að dreifa stjórnsýslunni eins víða um landið og gerlegt er.

Hvenær á að ræða þessa hluti? Þetta var gert með Lánasjóð landbúnaðarins t.d. Þetta var samþykkt í einu vetfangi vegna þess að menn sáu rök fyrir því. Við erum að segja: Þegar menn hafa ekkert að óttast, þá óttast menn ekki heldur lýðræðislega umræðu. En það gerir því miður þessi ríkisstjórn og þessi einarði talsmaður hennar.