Stjórnarráð Íslands

Föstudaginn 12. nóvember 1999, kl. 12:08:10 (1357)

1999-11-12 12:08:10# 125. lþ. 24.8 fundur 160. mál: #A Stjórnarráð Íslands# (aðsetur ríkisstofnana) frv. 121/1999, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 125. lþ.

[12:08]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það reyndist nú ekki unnt að fá umræðu um hinn umdeilda flutning á Landmælingum ríkisins t.d. Við gætum hins vegar tekið 2. gr. þessa frv. sem hér er til umfjöllunar og ég efast um að mikill ágreiningur yrði um hana ef við strikuðum út niðurlag hverrar setningar þar sem segir ,,nema ráðherra ákveði annað``. Það er kveðið á um staðsetningu ríkisstofnana en síðan er þessu geðþóttaákvæði hnýtt í ,,nema ráðherra ákveði annað``.

Við óskum eftir umræðu um það sem hv. þm. var að beina til okkar að við tækjum upp hér á Alþingi. Þetta snýst um það hvort við eigum að ræða þessa hluti hér eða ekki.

Ég er sjálfur hlynntur því að flytja starfsemi og reka hana sem víðast um landið eftir því sem kostur er.